Hreinn Halldórsson veitir verðlaun á EM
Hreinn Halldórsson, kúluvarparinn knái veitti um síðustu helgi verðlaun í kúluvarpi kvenna á Evrópumeistaramóti í frjálsum sem fram fór í París.
Eins og allir viti nældi Hreinn sér í gullverðlaun á Evrópumeistaramóti í San Sebastian fyrir 34 árum. Það má því segja að hann sé nú orðin öllum hnútum kunnugur hvað varðar verðlaun á EM og fórst honum afhendingin vel úr hendi. Nánar er sagt frá þessu á heimasíðu FRÍ