Fjall UÍA valið
Á 61. Sambandsþingi UÍA var leitað eftir tillögum þinggesta að fjalli UÍA í hinu árlega gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið.
Voru þinggesti beðnir að skrifa tillögur sínar á blað og stinga í víðförulan gönguskó sem hafið verið komið fyrir á, fallegum austfirskum, jaspissteini á þingstað. Grænafell á Reyðarfirði hlaut flestar tilnefningar og verður því fjall UÍA í verkefninu á komandi sumri. Fellið á ríkan þátt í sögu UMF Vals á Reyðarfirði og er gönguleiðin á það stikuð og þægileg.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Stefán Boga Sveinsson stinga tillögu sinni í skóinn góða, en sá síðarnefndi hefur m.a. staðið á toppi Hvannadalshnjúks og Kilimanjaro.