Nýtt aðildarfélag bætist í hópinn
Skautafélag Austurlands SkautA sótti um inngöngu í UÍA á dögnunum og var innganga þeirra var staðfest með lófataki á Sambandsþingi síðustu helgi.
SkautA hélt stofnfund sinn ekki alls fyrir löngu, en hefur ekki setið auðum höndum heldur byggt upp skautaaðstöðu í Kornskálanum á Egilsstöðum og stefnir á frekari kynningu og uppbyggingu á skautaíþróttum víðsvegar um Austurland. Bjóðum við þá velkomna í hóp aðildarfélaga UÍA og hlökkum til samstarfs við þá.
Hér á myndinni má sjá Birgi Örn Tómasson formann SkautA og Elínu Rán Björnsdóttur formann UÍA