Sjálfboðaliðar heiðraðir

Á Sambandsþingi UÍA á Eskifirði síðastliðinn laugardag voru nokkrum ötulum sjálfboðaliðum innan sambandsins veitt starfsmerki UÍA, fyrir framúrskarandi störf í þágu íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar.

Starfsmerki hlutu:

Þóroddur Seljan Helgason sem hefur í áraraðir tekið virkan þátt í starfi Val á Reyðarfirði og unnið af einhug að eflingu glímustarfs á Austurlandi með góðum árangri.

Sigurbjörg Hjaltadóttir er einnig starfandi hjá Val á Reyðarfirði og hefur þar lagt sitt að mörkum við hinar ýmsu íþróttagreinar. Hún hefur jafnframt tekið virkan þátt í starfi UÍA m.a. sem skoðunarmaður reikninga.

Benedikt Jôhannsson hefur verið formaður Austra á Eskifirði í áraraðir og var einn af lykilmönnum í uppbyggingu Knattspyrnufélags Fjarðarbyggðar og sat þar í stjórn. Benedikt hefur auk þess látið sig stjórnmál varða og m.a. setið í Íþróttanefnd Fjarðabyggðar.

Gunnar Jónsson hefur verið burðarás í sundstarfi á Eskifirði og í raun á Austurlandi öllu um nokkurra ára skeið og m.a. verið formaður sundráðs UÍA. Frá árinu 2008 hefur hann setið í stjórn UÍA og verið mikilvægur hlekkur í því uppbyggingu sem átt hefur sér stað innan sambandsins.

Berglind Ósk Agnarsdóttir starfar með Ungmennafélaginu Leikni á Fáskrúðsfirði og hefur þar tekið virkan þátt í hinum ýmsu verkefnum. Berglind hefur setið í stjórn UÍA frá árinu 2008 og átt sinn þátt í eflingu sambandsins.

Hér til hliðar má sjá starfsmerkjahafana ásamt framkvæmdastjóra og formanni UÍA. Talð frá vinstri Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA, Þóroddur Helgason Val, Sigurbjörg Hjaltadóttir Val, Benedikt Jôhannsson Austra, Gunnar Jónsson Austra, Berglind Agnarsdóttir Leikni og Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA.

Óskum við þeim starfsmerkjahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna og þökkum þeim vel unnin störf.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok