Úrslit úr frjálsíþróttum á Sumarhátíð 2011
Úrslit úr Samkaupamótinu í frjálsíþróttum sem haldið var á Sumarhátíð UÍA liggja nú fyrir. Þar var það Höttur sem vann stigakeppni í báðum flokkum með yfirburðum og fékk alls yfir 1000 stig. Keppendur voru yfir 200 talsins og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2006.
Í mótslok voru veittar viðurkenningar fyrir bestu afrekin. Daði Fannar Sverrisson fékk þau í flokki pilta 15 ára og yngri fyrir spjótkast og Helga Jóna Svansdóttir í flokki stúlkna fyrri þrístökk. Þá fékk Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir afreksviðurkenningu í eldri flokki fyrir hástökk. Öll þrjú eru í Hetti. Einar Ásgeir Ásgeirsson, USÚ, fékk afreksviðurkenningu í karlaflokki.
Úrslit frjálsíþróttakeppninnar.