Úrslit úr frjálsíþróttum á Sumarhátíð 2011

Úrslit úr Samkaupamótinu í frjálsíþróttum sem haldið var á Sumarhátíð UÍA liggja nú fyrir. Þar var það Höttur sem vann stigakeppni í báðum flokkum með yfirburðum og fékk alls yfir 1000 stig. Keppendur voru yfir 200 talsins og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2006.

Í mótslok voru veittar viðurkenningar fyrir bestu afrekin. Daði Fannar Sverrisson fékk þau í flokki pilta 15 ára og yngri fyrir spjótkast og Helga Jóna Svansdóttir í flokki stúlkna fyrri þrístökk. Þá fékk Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir afreksviðurkenningu í eldri flokki fyrir hástökk. Öll þrjú eru í Hetti. Einar Ásgeir Ásgeirsson, USÚ, fékk afreksviðurkenningu í karlaflokki.

Úrslit frjálsíþróttakeppninnar.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ