Hjálmar Jónsson íþróttamaður UÍA
Á 61. Sambandsþingi UÍA sem fram fór á Eskifirði síðastliðinn laugardag var Íþróttamaður UÍA árið 2010 útnefndur. Mótorkrosskappinn Hjálmar Jônsson úr Akstursíþróttafélaginu START varð þar fyrir valinu. Hjálmar hefur náð góðum árangri í íþrótt sinni og hafnaði m.a. í 3. sæti í Íslandsmeistaramótinu síðastliðið sumar. Hjálmar keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum sem fram fór síðastliðið haust og varð þar í 26. sæti en það er bestu árangur Íslendings hingað til.
Hjálmar fékk frá UÍA glæsilega farandbikar og eignabikar. Að venju hlaut hann, sem íþróttamaður UÍA, einnig 100.000 kr styrk úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa Fjarðaráls.
Óskum við Hjálmari hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og óskum honum áframhaldandi velfarnaðar.