Helga Alfreðsdóttir sæmd gullmerki ÍSÍ

Helga Alfreðsdóttir, var á Sambandsþingi UÍA á laugardaginn, sæmd gullmerki ÍSÍ fyrir öflugt brautryðjendastarf í frjálsum íþróttum á Austurlandi í gegnum árin.

Helga vann gríðarlegt uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum jafnt á vegum Hattar sem og UÍA á árunum 1976-1992 og náði stórgóðum árangri í þjálfun austfirskra frjálsíþróttamanna og -kvenna. Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúi ÍSÍ afhenti nöfnu sinni merkið ásamt kveðju og þakklæti frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Helga þakkaði fyrir sig og sagði m.a. annars ,,að nýjir tímar, krefðust nýrra leiða og nálgunar en biðu jafnframt upp á nýja möguleika og ný ævintýri austfirsku íþróttafólki til handa". Óskum við Helgu Alfreðsdóttur innilega til hamingju með viðurkenninguna og þökkum henni ómetanlegt framlag sitt til íþróttauppbyggingar á Austurlandi.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok