Þorvaldur og Adolf fengu starfsmerki UMFÍ

Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson fengu í dag starfsmerki UMFÍ á sambandsþingi UÍA sem haldið var á Eskifirði í dag.

 

 

Adolf var formaður UÍA um skeið á níunda áratugnum. Hann starfaði lengi að knattspyrnumálum hjá Huginn og þjálfaði handknattleikslið UÍA sem náði góðum árangri á landsmótinu í Keflavík. Adolf er að auki með dómararéttindi í boccia og hefur oft reynst ungmennafélagshreyfingunni öflugur bakhjarl.

Þorvaldur var einn af framamönnum skíðaiðkunnar á Seyðisfirði. Hann hefur starfað og stutt ungmennahreyfinguna í áratugi, meðal annars sem skólastjóri, sveitarstjórnarmaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann varði mark knattspyrnuliðs Hugins um tíma og lætur enn vel í sér heyra á vellinum.

Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, sæmdi Seyðfirðingana heiðursmerkjum sínum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ