Þorvaldur og Adolf fengu starfsmerki UMFÍ

Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson fengu í dag starfsmerki UMFÍ á sambandsþingi UÍA sem haldið var á Eskifirði í dag.

 

 

Adolf var formaður UÍA um skeið á níunda áratugnum. Hann starfaði lengi að knattspyrnumálum hjá Huginn og þjálfaði handknattleikslið UÍA sem náði góðum árangri á landsmótinu í Keflavík. Adolf er að auki með dómararéttindi í boccia og hefur oft reynst ungmennafélagshreyfingunni öflugur bakhjarl.

Þorvaldur var einn af framamönnum skíðaiðkunnar á Seyðisfirði. Hann hefur starfað og stutt ungmennahreyfinguna í áratugi, meðal annars sem skólastjóri, sveitarstjórnarmaður og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann varði mark knattspyrnuliðs Hugins um tíma og lætur enn vel í sér heyra á vellinum.

Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, sæmdi Seyðfirðingana heiðursmerkjum sínum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok