Sprettur Sporlangi skal dýrið heita

Nýtt lukkudýr UÍA var kynnt til sögunnar á 70 ára afmælishátíð sambandsins um seinustu helgi. Þar voru jafnframt kynnt úrslit úr nafnasamkeppni en dýrið hlaut heitið Sprettur Sporlangi.

Það var Þula Guðrún Þórunnardóttir sem stakk upp á nafninu sem varð fyrir valinu. Sprettur Sporlangi er afrekshreindýr og Fljótsdalsheiðarmethafi í langstökki og kúluvarpi, svo dæmi séu nefnd.

Sprettur aðstoðaði við verðlaunaafhendingu á bæði afmælishátíðinni og í frjálsíþróttakeppni Sumarhátíðarinnar og naut mikillar hylli, einkum hjá yngri kynslóðinni.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ