Fundur með aðildarfélögum á Neskaupstað

Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa farið um Austurland á síðustu misserum og fundað með aðildarfélögum UÍA. Í gærkvöldi var fundað með aðildarfélögum á Neskaupstað, var það fjölmennur og góður fundur sem bar hinum öfluga íþróttastarfi á Neskaupstað glöggt vitni.

Á Norðfirði eru hvorki fleiri né færri en sjö aðildarfélög: Þróttur er þeirra stæst og heldur uppi kröftugu starfi í blaki, knattspyrnu, sundi og skíðaíþróttum.  Fjöldi iðkenda á öllum aldri er hjá félaginu og blómleg starfsemi. Hestamannafélagið Blær býður uppá skemmtilegt starf fyrir hestaáhugamenn - og konur á öllum aldri. Nú er í byggingu reiðhöll sem opnar nýja möguleika í vetrarstarfi félagsins. Kajakklúbburinn KAJ heldur úti fjölbreyttu starfi jafnt fyrir börn sem fullorðna, auk þess hefur félagið lagt ríka áherslu á að kynna greinina og vakið áhuga og athygli um allt Austurland. Ungmennafélagið Egill rauði var vakið úr dvala fyrir skemmstu og beitir sér fyrir ýmsum góðum málefnum í samfélaginu. Golfklúbbur Norðfjarðar  stendur fyrir margvíslegu starfi og mótahaldi allt árið um kring, Vélíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar starfar innan alls sveitarfélagsins en hefur aðsetur sitt á Norðfirði og Boltafélag Norðfjarðar hefur haldið úti liði í fullorðinsflokki og m.a. verið virkur þátttakandi í Launaflsbikarkeppninni.

Við óskum Norðfirðingum alls hins besta og þökkum þeim ánægjulega kvöldstund.

Hér til hliðar má sjá mynd af fundarmönnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ