Sólarkaffi Leiknis
UMF Leiknir hélt sitt árlega Sólarkaffi 30. janúar síðastliðinn. Þar komu Leiknismenn saman í Skrúð, heiðruðu efnilega íþróttamenn og gæddu sér á veitingum.
Knattspyrnumaðurinn knái Fannar Bjarki Pétursson var valinn íþróttamaður Leiknis árið 2010 og efnilegasti knattspyrnumaðurinn.
Knattspyrnumaður Leiknis var valinn Svanur Freyr Árnason. Auk þessa fengu iðkendur yngri flokka viðurkenningar.
Á Sólarkaffinu kynntu Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA og Björn Ármann Ólafsson formaður Unglingalandsmótsnefndar Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina.
Við óskum þessum ungu og efnulegu íþróttamönnum Leiknis til hamingju með árangurinn.
Myndir úr Sólarkaffinu má sjá hér
Hér á myndinni til hliðar má sjá Fannar Bjarka íþróttamann og efnilegasta knattspyrnumann Leiknis.