Kynning á Evrópu unga fólksins á Egilsstöðum í dag

Fulltrúi Evrópu unga fólksins verður á Egilsstöðum í dag og mun flytja erindi ásamt öðrum Evrópuáætlunum  í ÞNA Vonarlandi frá klukkan 13 – 17. Þá mun Evrópa unga fólksins verða með sér kynningu á möguleika fyrir ungt fólk í Sláturhúsinu frá kl 17:30-18:30 þar sem kynntir verða möguleikar á verkefnastyrkjum, hópferðum til Evrópu og sjálfboðaliðastarfi. Allt ungt fólk og allir sem starfa með ungu fólki hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Evrópu unga fólksinsEvrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Á hverju ári veitir Evrópa unga fólksins á Íslandi um 1.000.000 evra í styrki til góðra verkefna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ