Kynning á Evrópu unga fólksins á Egilsstöðum í dag

Fulltrúi Evrópu unga fólksins verður á Egilsstöðum í dag og mun flytja erindi ásamt öðrum Evrópuáætlunum  í ÞNA Vonarlandi frá klukkan 13 – 17. Þá mun Evrópa unga fólksins verða með sér kynningu á möguleika fyrir ungt fólk í Sláturhúsinu frá kl 17:30-18:30 þar sem kynntir verða möguleikar á verkefnastyrkjum, hópferðum til Evrópu og sjálfboðaliðastarfi. Allt ungt fólk og allir sem starfa með ungu fólki hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Evrópu unga fólksinsEvrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Á hverju ári veitir Evrópa unga fólksins á Íslandi um 1.000.000 evra í styrki til góðra verkefna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok