Fjörugur frjálsíþróttadagur UÍA
Frjálsíþróttaráð UÍA efndi til Frjálsíþróttadags UÍA sunnudaginn 16. janúar. Þar var líf og fjör enda boðið uppá margvíslegar æfingar jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Um 17 krakkar á aldrinum 11-16 ára tóku þátt og var í þeim hópi bæði að finna þrautreyndar frjálsíþróttakempur sem og krakka sem voru að stíga sín fyrstu spor í greininni.
Frjálsíþróttaráð fékk til liðs við sig gestaþjálfara Ara Jôsavinsson frá UMSE og stjórnaði hann hópnum á æfingum og hélt auk þess fyrirlestur um íþróttaiðkun og mátt hugarfars í íþróttaþjálfun. Þökkum við Ara og þátttakendum í Frjálsíþróttadeginum kærlega daginn.
Myndir af fræknum frjálsíþróttakrökkum má sjá hér.