Heimsókn á Eskifjörð
Formaður og framkvæmdstjóri áttu fund með stjórnum aðildarfélaga á Eskifirði nú í vikunni. Eins og á fyrri fundum, með aðildarfélögum víðsvegar um Austurland, var markmið fundarins að gefa aðildarfélögunum skýrari sýn á starf UÍA og kynnast starfi félaganna sjálfra betur.
Fulltrúar Austra og Skotfélagsins Dreka mættu til fundarins sem var hinn ánægjulegasti. Á Eskifirði er nokkuð blómlegt knattspyrnu og sundstarf meðal yngri flokka í umsjón Austra. Einnig æfa margir bæjarbúar skíði með Skíðafélagi Fjarðabyggðar. Skotfélagið Dreki er í mikilli sókn um þessar mundir, stendur fyrir uppbyggingu leirdúfuskotvallar og heldur úti kröftugu starfi fyrir skotíþróttaáhugamenn á svæðinu.
VIð þökkum aðildarfélögum okkará Eskifirði kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund og óskum þeim velfarnaðar í störfum sínum.