Heimsókn á Eskifjörð

Formaður og framkvæmdstjóri áttu  fund með stjórnum aðildarfélaga á Eskifirði nú í vikunni. Eins og á fyrri fundum, með aðildarfélögum víðsvegar um Austurland, var markmið fundarins að gefa aðildarfélögunum skýrari sýn á starf UÍA og kynnast starfi félaganna sjálfra betur.

 

Fulltrúar Austra og Skotfélagsins Dreka mættu til fundarins sem var hinn ánægjulegasti. Á Eskifirði er nokkuð blómlegt knattspyrnu og sundstarf meðal yngri flokka í umsjón Austra. Einnig æfa margir bæjarbúar skíði með Skíðafélagi Fjarðabyggðar. Skotfélagið Dreki er í mikilli sókn um þessar mundir, stendur fyrir uppbyggingu leirdúfuskotvallar og heldur úti kröftugu starfi fyrir skotíþróttaáhugamenn á svæðinu.

VIð þökkum aðildarfélögum okkará Eskifirði kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund og óskum þeim velfarnaðar í störfum sínum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok