Daði Fannar íþróttamaður Hattar

Íþróttafélagið Höttur sá um framkvæmd Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs í gær. Veður og vindar settu nokkuð strik í dagskrána og var hún flutt inní íþróttahúsið. Á Þrettándagleðinni verðlaunar Höttur jafnan þá íþróttamenn sem þótt hafa skarað fram úr á árinu. Björn Ingimarsson bæjarstjóri ásamt Davíð Þór Sigurðarsyni formanni Hattar sáu um afhendinguna.

Íþróttamaður Hattar 2010 var Daði Fannar Sverrisson, frjálsíþróttamaður. Daði Fannar er efnilegur íþróttamaður sem stundar íþrótt sína af samviskusemi og dugnaði. Hegðun hans og framkoma er til fyrirmyndar jafnt í keppni sem og á æfingum. Hann er ávallt einbeittur og jákvæður og tekur sigrum jafnt sem ósigrum af yfirvegun.

 

Daði varð Íslandsmeistari og Unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 14 ára drengja á árinu 2010, ásamt því að komast í Úrvalshóp FRÍ í sleggjukasti og á jafnframt sæti í Úrvalshópi UÍA. Vann hann einnig til ferna annarra verðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum.

Daði var einnig valinn frjálsíþróttamaður Hattar þriðja árið í röð.

Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstaklingar fyrir valinu þetta árið:

Blakmaður: Oddný Freyja Jökulsdóttir

Fimleikamaður: Valdís Ellen Kristjánsdóttir

Knattspyrnumaður: Stefán Eyjólfsson

Körfuboltamaður: Andrés Kristleifsson

Sundmaður: Trausti Dagbjartsson.

Að lokinni verðlaunaafhendingu var glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um.

Íþróttafélagið Höttur vill þakka eftirtöldum styrktaaðilum fyrir stuðninginn við framkvæmd Þrettándagleði 2010; Miðás, Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Landsbanka Íslands, Verkís og Mannviti.

Óskum við þessu efnilega íþróttafólki Hattar til hamingju með útnefningarnar.


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok