Úrslit úr strandblaki á Sumarhátíð 2011

Strandblakskeppnin á Sumarhátíð UÍA 2011 var alþjóðleg að þessu sinni en færeyska blakfélagið Fleyr, sem er í heimsókn í Neskaupstað þessa vikuna, mætti þangað með fríðan flokk sem nældi sér í þó nokkur verðlaun. Mikið var í húfi enda talað um flestar viðureignirnar sem óformlega landsleiki Íslands og Færeyja á Austurgluggamótinu í strandblaki. Úrslitin urðu sem hér segir:

11-12 ára
1. sæti Amalía og Tinna Þróttur
2. sæti Tóthild og Tórdís Fleyr

13-14 ára
1. sæti Beata og Krista Fleyr
2. sæti Hekla og María Rún Þróttur
3. sæti Anna M og Gunbrit Fleyr

15-16 ára
1. sæti Barbara og Judit Fleyr
2. sæti María og Rakel Fleyr
3. sæti Fannar og Katrín Þróttur

Fullorðnir
1. sæti Hera og Oddný Höttur
2. sæti Rósa og Steinbjörn Fleyr
3. sæti Jón Hilmar og Marías BN

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ