Sveinn Fannar íþróttamaður Fjarðabyggðar

Sveinn Fannar Sæmundsson, knattspyrnumaður úr Neskaupstað, var í gær útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2010. Sveinn Fannar er fæddur árið 1993 en á að baki verkefni með U-19 ára landsliði Íslands.

 

Í rökstuðningi fyrir valinu segir að Sveinn hafi verið fastamaður og fyrirliði annars flokks Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF) sem varð Íslandsmeistari í C deild í sumar og vann sér því sæti í B deild auk þess sem hann spilaði 14 leiki fyrir meistaraflokk liðsins í 1. deild.


Í rökstuðningnum segir að Sveinn Fannar hafi mikinn metnað fyrir íþróttinni og mæti á allar æfingar með það að leiðarljósi að bæta sig. Hann leggi miklar áherslu á heiðarleika, jafnt innan vallar sem utan og sé fyrirmynd ungra leikmanna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ