Ungmennaráð fundar

Ungmennaráð kom saman til fundar í dag. Jónas Þór Jóhannsson skemmtanastjóri Unglingalandsmóts fundaði með ráðinu.

Vel fór á með unga fólkinu og Jónasi enda sá síðarnefndi síungur í anda. Markmið fundarins var fyrst og fremst að ræða hugmyndir ungmennaráðs að skemmtidagskrá á ULM. Það er skemmst frá því að segja að ráðið lumaði á mörgum skemmtilegum tillögum fyrir ULM og ljóst að Unglingalandsmótsgestir eiga von á góðu.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ungmennaráð ásamt Jônasi.

Efri röð frá vinstri: Helena Kristín Gunnarsdóttir frá Neskaupsstað, Jóhann Atli Hafliðason frá Djúpavogi og Brynjar Gauti Snorrason frá Egilsstöðum. Jónas Þór Jóhannsson situr svo fyrir miðri mynd. Á myndina vantar Sólveigu Helgu Hjarðar sem á sæti í Ungmennaráði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ