Frjálsar íþróttir í fimbulkulda

Fyrra Greinamót vetrarins, í frjálsum íþróttum fór fram síðastliðinn föstudag í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði. Alls tóku 13 keppendur frá 5 félögum þátt, en Höttur, Þristur, Valur, Austri og Ásinn áttu fulltrúa á staðnum. Keppt var í flokkum 11 ára og eldri í 60  m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki. Keppendur stóðu sig alla jafna vel og létu kuldann í höllinni ekki á sig fá.

Mótið er stigamót þar sem hlutskarpasti keppandi í hverjum flokki og hverri grein fær 6 stig, sá sem hafnar i öðru sæti 5 stig og svo koll af kolli. Síðar í vetur verður annað greinamót sem þetta og ráðast úrslit í stigakeppni að því loknu.

Staðan í stigakeppninni að loknu einu móti er þessi:

11-12 ára stelpur

Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti 24 stig

Sara Kolodziejczyk, Hetti 20 stig.

11-12 ára strákar

Mikael Máni Freysson, Þristi 24 stig

Atli Pá?mar Snorrason, Hetti 20 stig

13-14 ára telpur

Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti 12 stig

Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir, Ásnum 5 stig

13-14 ára piltar

Einar Bessi Þórólfsson, Þristi 24 stig

Sigurður Karl Benediktsson, Þristi Blöndal 18 stig

Jônas Bragi Hallgrímsson, Þristi 14 stig

Benjamín Árnason, Val 3 stíg

15-16 ára meyjar

Erla Gunnlaugsdóttir, Hetti 24 stig

Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Hetti 20 stig

15-16 ára sveinar

Snæþór Ingi Jósepsson, Austra, 24 stig.

Úrslit mótsins má sjá hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ