Samningur milli Hattar og Egilsstaðaskóla
Alltaf er gaman að fá fréttir af því góða starfi sem unnið er innan aðildarfélaga UÍA, hér er ein slík frá Hetti.
Þann 22 nóvember 2010 undirrituðu Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla og Davíð Þór Siguarðarson, formaður Hattar samning þess efnist að nemendur 9. og 10. bekkjar Egilsstaðaskóla fá metið hluta af vali þáttöku sinnar í skipulögðu íþróttastarfi á vegum Hattar.
Markmið samningsins er :
- Að gefa nemendum í 9. og 10. bekk tækifæri á fjölbreyttu vali.
- Að styrkja íþrótta, list- og verkgreinakennslu á grunnskólastigi.
- Að styðja við heilbrigðan lífsstíl með áherslu á að nemendur eigi sér áhugamál sem þeir sinna af alúð.
- Að draga úr brottfalli nemenda úr tómstundastarfi.
Ábyrgð á kennslu og námsmati er í höndum Hattar.
Samningur þessi gildir til eins árs í senn og endurnýjast sjálfkrafa ef ekki eru gerðar á honum breytingar eða honum sagt upp fyrir apríllok ár hver.