UÍA verðlaunað í átakinu Hjólað í vinnuna

 

Lið UÍA varð í þriðja sæti í keppni fyrirtækja innan sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í landsátakinu Hjólað í vinnuna sem ÍSÍ stóð fyrir í maímánuði.

 

Starfsmenn UÍA lögðu að meðaltali að baki 35,5 km og ferðuðust í 8,75 daga af þeim tuttugu sem átakið stóð yfir. Hörð samkeppni var um þriðja sætið á Fljótsdalshéraði en sjö lið áttu möguleika á að hreppa það fram í síðustu viku keppninnar.

„Þetta er fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar,“ sagði Hildur Bergsdóttir, liðsstýra UÍA liðsins þegar uia.is leitaði viðbragða hennar við verðlaunum.

Að öðrum ólöstuðum á Hildur samt heiðurinn að sigrinum. Hún býr á Grímsá, 18 km innan við Egilsstaði og byrjaði átakið með stæl þegar hún hljóp í vinnuna fyrsta daginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað verðlaunar fyrirtæki sem starfa inann sveitarfélagamarkanna með þessum hætti. Lið Bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs urðu í fyrsta sæti en KPMG/SKRA í öðru sæti. Samanlagður árangur þeirra átján liða í sveitarfélaginu var rúmlega tvöfalt betri en í fyrra.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ