Greinamót UÍA í frjálsum á morgunn

Minnum á Greinamót UÍA í frjálsum íþróttum á morgunn, föstudaginn 26. nóvember kl 17.30. í Fjarðahöllinni Reyðarfirði. Mæting og upphitun eru kl 17.00.

Keppt verður í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki.

 

Athugið að mótið er annað af tveimur greinamótum vetrarins og bæði mótin telja til stiga, þar sem sigurvegari í hverri grein fær 6 stig, annað sæti 5 stig og svo koll af kolli.  Eftir seinna greinamótið verða veitt verðlaun stigahæsta einstaklingi í hverjum flokki. Keppendur fæddir árið 2000 eru því velkomnir til leiks á mótið á morgunn, enda verða þeir komnir með aldur til að keppa á seinna greinamótinu sem fer fram síðar í vetur.

Við minnum keppendur á að tartanbrautir eru í höllinni og því gott að taka gaddaskóna með, bendum líka á að gott er að klæða sig vel því kalt er í höllinni. Keppnisgjöld eru 500 kr á þátttakenda óháð greinafjölda.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ