Þríeyki frá UÍA á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR fóru fram síðastliðinn laugardag í Laugardalshöllinni, en mótið er haldið árlega til minningar um frækilegt afrek og silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne 1956. Mótið var ætlað keppendum 16 ára og yngri og mættu á sjötta hundrað keppendur frá 23 félögum til leiks. UÍA átti þrjá keppendur á leikunum þau Daða Fannar Sverrisson, Erlu Gunnlaugsdóttur og Mikael Mána Freysson. Þau stóðu sig afar vel og nældu samtals í sjö verðlaun.

 

Daði Fannar sigraði í 60 m grindahlaupi og hafnaði í 3. sæti í þrístökki og hástökki í flokki 14 ára pilta. Erla varð þriðja í þrístökki 15 ára meyja og Mikael Máni sigraði 800 m hlaup og nældi í silfurverðlaun í þrístökki og hástökki í flokki 12 ára stráka.

Myndir mótinu má finna hér

Úrslit mótsins má finna hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ