Þríeyki frá UÍA á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR fóru fram síðastliðinn laugardag í Laugardalshöllinni, en mótið er haldið árlega til minningar um frækilegt afrek og silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne 1956. Mótið var ætlað keppendum 16 ára og yngri og mættu á sjötta hundrað keppendur frá 23 félögum til leiks. UÍA átti þrjá keppendur á leikunum þau Daða Fannar Sverrisson, Erlu Gunnlaugsdóttur og Mikael Mána Freysson. Þau stóðu sig afar vel og nældu samtals í sjö verðlaun.

 

Daði Fannar sigraði í 60 m grindahlaupi og hafnaði í 3. sæti í þrístökki og hástökki í flokki 14 ára pilta. Erla varð þriðja í þrístökki 15 ára meyja og Mikael Máni sigraði 800 m hlaup og nældi í silfurverðlaun í þrístökki og hástökki í flokki 12 ára stráka.

Myndir mótinu má finna hér

Úrslit mótsins má finna hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok