Greinamót UÍA í frjálsum íþróttum BREYTT DAGSETNING

Greinamót UÍA í frjálsum íþróttum sem fara átti fram í Fjarðahöllinni, laugardaginn 27. nóvember hefur verið flýtt til föstudagsins 26. nóvember.

 


Ástæðan er sú að á laugardeginum munu austfirsk ungmenni streyma til Hafnar í Hornafirði og taka þátt í Stíl og Samaust, en þar reyna þátttakendur í félagsmiðstöðvum á Austurlandi með sér í söng og fatahönnun.  Til að gefa sem flestum kost á að taka þátt verður mótið okkar síðdegis á föstudeginum. Fjarðahöllinn opnar kl 17 og hefst keppni kl 17.30. Keppt verður í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16  ára og 17 ára og eldri. Athugið að keppendur sem eru nú 10 ára en verða 11 ára á næsta ári er velkomið að koma og keppa í flokki 11-12 ára. Greinar sem keppendur spreyta sig á að þessu sinni eru spretthlaup, grindahlaup, langstökk og þrístökk.Þátttökugjöld eru 500 kr á hvern keppenda, óháð greinafjölda. Mótið er hluti af mótatvennu þar sem keppendur safna stigum, en í hverri grein gefur fyrsta sæti 6 stig, annað sæti 5 stig og síðan koll af kolli. Síðar í vetur mun fara fram annað mót þar sem keppt verður í hástökki, kúluvarpi, atrennulausum stökkum og ef til vill fleiri greinum. Að mótaröðinni lokinni veitt verðlaun fyrir stigahæsta einstakling af hvoru kyni, í hverjum aldursflokki.

Eins og flestir vita er tartanundirlag í höllinni og gaddaskórnir því velkomnir með. Einnig er rétt að klæða sig vel því oft er kalt í húsinu.

Skráning á mótið er hafin og skulu skráningar berast í neffang UÍA This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok