Fyrirlestur um íþróttaþjálfun
Vekjum athygli á fyrirlestri Stefáns Ôlafssonar, sjúkraþjálfara um forvarnar-, styrktar-, og færniþjálfun íþróttafólks á öllum aldri, sem fram fer laugardaginn 20. nóvember í hátíðarsal Grunnskólans á Egilsstöðum frá kl 11-13.
Fyrirlesturinn lýtur að því hvernig rétt þjálfun bætir færni í íþróttum og mikilvægi upphitunar, starfrænna styrktaræfinga, hopp- og liðleikaþjálfunar. Einnig verður fjallað um algeng íþróttameiðsl og hvaða æfingar henta best til endurhæfingar og forvarna. Fyrirlesturinn er öllum opinn.