Fjölmennt og fjörugt Bikarmót UÍA

Bikarmót UÍA í sundi fór fram í sundlauginni á Djúpavogi síðastliðinn laugardag. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 90 þátttakendur, frá 5 félögum, til leiks. Mótið var í alla staði skemmtilegt  og margir ungir og upprennandi sundkappar þreyttu þar frumraun sína.

 

Bikarmót UÍA er stigamót þar sem félögin keppa um sæmdartitilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi.

Bikarmeistari að þessu sinni varð Neisti með 504 stig, lið Sindra varð annað með 205 stig og sunddeild Hattar hafnaði i þriðja sæti með 170 stig.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu stráka og stelpu lið. Í strákaflokki sigraði Neisti með 177 stig og urðu strákar úr Sindra í öðru sæti með 64 stig. Í stelpnaflokki fór lið Neista einnig með sigur af hólmi og nældi sér í 285 stig en Sindrastelpur höfnuðu í öðru sæti með 123 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá nýkrýnda bikarmeistara og hér finna fleiri myndir af mótinu

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ