Fjölmennt og fjörugt Bikarmót UÍA

Bikarmót UÍA í sundi fór fram í sundlauginni á Djúpavogi síðastliðinn laugardag. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 90 þátttakendur, frá 5 félögum, til leiks. Mótið var í alla staði skemmtilegt  og margir ungir og upprennandi sundkappar þreyttu þar frumraun sína.

 

Bikarmót UÍA er stigamót þar sem félögin keppa um sæmdartitilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi.

Bikarmeistari að þessu sinni varð Neisti með 504 stig, lið Sindra varð annað með 205 stig og sunddeild Hattar hafnaði i þriðja sæti með 170 stig.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu stráka og stelpu lið. Í strákaflokki sigraði Neisti með 177 stig og urðu strákar úr Sindra í öðru sæti með 64 stig. Í stelpnaflokki fór lið Neista einnig með sigur af hólmi og nældi sér í 285 stig en Sindrastelpur höfnuðu í öðru sæti með 123 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá nýkrýnda bikarmeistara og hér finna fleiri myndir af mótinu

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok