Þátttaka er lífsstíll, málþing 12. nóvember
UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð og Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni Þátttaka er lífsstíll, ungt fólk á Austurlandi 12. nóvember næstkomandi.
Málþingið fer fram í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og hefst kl 13:15. Markmið málþingsins er að vekja ungt fólk (frá 9. bekk og til loka framhaldsskóla) til umhugsunar um mikilvægi þess að taka virkan þátt í samfélagi sínu. Jafnframt er málþinginu ætlað að vera samráðs vettvangur ungs fólks og þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd hvers kyns íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
Ávarp Elínu Ránar Björnsdóttur, formanns UÍA.
Hvað öðlumst við með þátttöku?
Andri Bergmann, tónlistarmaður.
Hlutverk sveitarfélaga:
Björn Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSA.
Að vera ungur á Austurlandi 2010:
Jóhann Atli Hafliðason, Ungmennaráði UÍA og Nemendaráði ME.
Karitas Ósk Valgeirsdóttir, Verkmenntaskóla Austurlands.
Hvernig virkjum við ungt fólk?
Eiður Ragnarsson, Björgunarsveitinni Ársól.
Ungmennaráð UÍA bregður á leik.
Kynning á Evrópu unga fólksins.
Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi EUF
Veitingar í boði ráðstefnuhaldara, og lifandi tónlist.
Vinnuhópar og ungmennasmiðja
Þátttaka er lífsstíll
Staða og framtíð æskulýðsstarfs á Austurlandi
Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs
Ungmennasmiðja
Hópsstjórar: Stefán Bogi Sveinsson, Þóroddur Helgason, Elín Rán Björnsdóttir, Hildigunnur Jörundsdóttir
Styrkjum úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa úthlutað til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi.
Niðurstöður vinnuhópa og ungmennasmiðju kynntar
Ráðstefnustjóri: Jón Björn Hákonarson .
Vinsamlega skráið þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353 fyrir 10. nóvember.