Haustúthlutun úr Spretti

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna- og kvenna á Austurlandi. Að þessu sinni bárust 27 umsóknir til sjóðsins.  Úthlutunarnefnd sjóðsins hefur farið yfir þær og og voru styrkir úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa haustið 2010 afhentir með formlegum hætti síðastliðinn föstudag.

Afreksstyrk að upphæð 100.000 kr  hlaut Silvía Kolbrá Hákonardóttir, blakkona í Þrótti.

Sylvía er ein af öflugustu leikmönnum Þróttar og hefur leikið mjög vel með liðinu í Íslandsmóti kvenna í blaki í vetur.

Sylvía hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands í blaki. Hún keppti með U19 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í september og einnig með U-17 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í blaki sem fram fór í Danmörku í október sl.

„Ég er mjög stolt að fá þennan afreksstyrk og vil þakka þeim sem studdu mig. Þetta hefur mjög hvetjandi áhrif og mig langar að gera enn betur,“ segir Sylvía ánægð.

Hún leikur stöðu uppspilara með hinu sterka liði Þróttar. „Okkur hefur gengið vel í vetur og höfum unnið fyrstu þrjá leikina í Íslandsmótinu. Þetta er þriðja árið mitt með meistaraflokki en við erum með mjög ungt lið og meðalaldurinn er aðeins um 18 ára. Við urðum í öðru sæti í Íslandsmótinu síðustu tvö keppnistímabil en nú stefnum við á Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst við hafa alla burði til þess. Það er mikill metnaður hjá okkur stelpunum í liðinu og einnig frábær liðsandi sem skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli líka,“ segir Sylvía en hún stundar nám í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað

 

Iðkendastyrki að upphæð 50.000 kr  hlutu:

Fannar Bjarki Pétursson, knattspyrnumaður í Leikni

Björgvin Jónsson, mótorkrossmaður í START

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir blakkona í Þrótti

Kristina Apostolova, blakkona í Þrótti

Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona í Þrótti

Daði Fannar Sverrisson, frjálsíþróttamaður í Hetti

Erla Gunnlaugsdóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti

Þjálfarastyrk að upphæð 80.000 kr. hlaut Auður Vala Gunnarsdóttir, fimleikaþjálfari í Hetti

Félagsstyrki hlutu:

Hestamannafélagið Blær, 70.000 kr.  vegna námskeiðshalds og kennslu í knapamerkjum

Blakdeild Þróttar, 70.000 kr. vegna strandblaksnámskeiðs

Frjálsíþróttadeild Hattar, 40.000 kr vegna iðkenda í úrvalshópi UÍA

Fimleikadeild Hattar, 20.000 kr. vegna fjölföldunar æfingadagbóka

UÍA og úthlutunarnefnd Spretts þakkar öllum umsækendum sýndan áhuga og óskar ofangreindu íþróttafólki til hamingju.

Myndir af afhendingunni  má sjá hér

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ