UMF Leiknir sjötugur

Ungmennafélagið Leiknir á Fáskrúðsfirði fagnaði 70 ára afmæli sínu nú á dögunum.

 

Í tilefni þess var blásið til þríþrautarkeppni, þar sem ungir sem aldnir spreyttu sig á að synda, hjóla og hlaupa. Ungmennafélagsandinn var þar í fyrirrúmi og höfðu þátttakendur gott og gaman af.

Síðar um daginn var efnt til hátíðarsamkomu í skólamiðstöðinni,  snædd var dýrindis afmæliskaka, og afmælisbarnið heiðrað með margvíslegum hætti. Jakob Skúlason fulltrúi frá KSÍ veitti þeim Steinunni Björgu Elísdóttur og Steini Jónassyni starfsmerki KSÎ fyrir mikið og gott starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar. Steinn Jónasson formaður Leiknis sæmdi Gísla Jónatanssyni gullmerki UMF Leiknis fyrir dyggan stuðning við félagið.

Til hamingju með áfangan Leiknismenn og -konur.

Hér á myndinni má sjá Elínu Rán Björnsdóttur formann UÍA færa Steini Jônassyni formanni Leiknis blóm og árnaðaróskir.

Myndir og frekari umfjöllun má finna á heimasíðu knattspyrnudeildar Leiknis

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ