Skógarskokk Þristar

Gaman er að fá fréttir úr starfi aðildarfélaga UÍA. Hér kemur ein slík.

Árlegt Skógarskokk Ungmennafélagsins Þristar fór fram fyrir skemmstu. Um 50 þátttakendur komu saman í Hallormsstaðarskógi og nutu útivistar og hreyfingar saman.

 

Að þessu sinni voru hlaupnar tvær vegalengdir; 1,5 km fyrir 10 ára og yngri og  3 km fyrir 11 ára og eldri. Skokkarar voru hvattir til að mæta í frumlegum búningum og mátti sjá ýmsar furðulegar verur á ferli í skóginum. Að skokki loknu bauð foreldrafélag Hallormsstaðskóla uppá skógarlummur sem runnu ljúflega niður. Þegar að skokkarar höfðu kastað mæðinni var flautað til knattspyrnuleiks en þar mættust sex fjögurra manna lið sem  öll voru skipuð einum leikmanni 10 ára og yngri, einum 11-13 ára, einum 14 - 16 ár og einum fullorðnum.  Eftir átökin á vellinum stungu Þristar sér til sunds í sundlauginni á Hallormsstað og var þar buslað og brugðið á leik. Myndir af Skógarskokki Þristar má finna hér. Michelle Lynn Mienik tók myndirnar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok