Heimsókn til aðildarfélaga á Breiðdalsvík

Nú í vetur stefna formaður og framkvæmdastjóri UÍA á að heimsækja sem flest aðildarfélaga sinna með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra betur og kynna það starf og þann samstarfsvettvang sem UÍA hefur upp á að bjóða. Í síðustu viku voru Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði og Hestamannafélagið Geisli sótt heim.

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnarsson, ritari, áttu góðan fund með formönnum og stjórnarmönnum félaganna tveggja.

Þrátt fyrir að lítið hafi verið um skipulagða starfsemi á vegum félaganna að undanförnu skipa þau fastan sess í íþrótta- og menningarlífi á Breiðdalsvík.

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði heldur meðal annars árlegt 17. júní hlaup, auk þess sem lið þess sigraði Launaflsbikarinn í knattspyrnu síðastliðið sumar.

Við þökkum félögum okkar á Breiðdalsvík fyrir ánægjulega kvöldstund og vonum að starf þeirra megi vaxa og dafna.

Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir (UÍA), Hrafnkell Hannesson, Helga Hrönn Melsteð (Hrafnkeli Freysgoða) og Helga Svanhvít Þrastardóttir (Geisla). Einnig voru á fundinum Gunnar Gunnarsson (UÍA) og Gunnlaugur Stefánsson (Geisla).

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ