Meistaramót UÍA í sundi

Meistaramót UÍA í sundi fer fram helgina 25.-26. september í sundlauginni á Neskaupsstað. Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Mótið hefst kl 14 á laugardag og lýkur um kl 13 á sunnudag. Hvetjum við alla sundáhugamenn og -konur til að fjölmenna.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum: 8 ára og yngri hnokkar og hnátur, 9-10 ára hnokkar og hnátur, 11-12 ára sveinar og meyjar, 13-14 ára drengir og telpur, 15-17 ára piltar og stúlkur.

Formenn sunddeilda UÍA sjá um skráningar auk þess sem senda má skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofu UÍA s: 4711353. Skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 21. september kl 22:00.

Keppendur 10 ára og yngri fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki hjá 11 ára og eldri. Einnig er keppt um bikara fyrir stigahæstu einstaklinga í hverjum flokki og stigahæsta liðið. Ungmennafélagið Neisti sigraði stigabikar Meistaramóts UÍA á síðasta ári og spennandi verður á sjá hver hreppir hnossið í ár. Boðið verður upp á gistingu í Mýrinni á Neskaupsstað, kvöldverð á laugardag og morgunverð á sunnudagsmorgunn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ