Sundþjálfari óskast til starfa sem fyrst

Sunddeild Austra auglýsir eftir sundþjálfara. Komið getur til greina að ráða tvo þjálfara eða par sem tekur að sér þjálfunina.

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi til að taka að sér sundþjálfun aldursflokka barna.  Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sundþjálfun og keppni.


Viðkomandi þarf að vera lipur í samskiptum við ungmenni og hafa gaman af því að starfa með hressum krökkum og ná að laða það besta fram í þeim.

Æskilegt er að þjálfari hafi einnig æfinga- eða kennsluréttindi eða tekið námskeið í sundþjálfun en það er ekki skilyrði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst en ráðið er í starfið ótímabundið.


Á milli 15 til 20 börn og ungmenni hafa stundað sund undanfarin misseri á aldrinum 8 ára til 15 ára.  Æfingar hafa verið þrisvar í viku, mislangar eftir aldursflokkum kl. 17:00 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum..

Áhugasamir hafi endilega samband við Gunnar í síma 476 1190 eða sendið tölupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn sunddeildarinnar

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ