Fram í 100 ár

Eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Fram í Hjaltastaðaþingá var fagnað í gær með samkomu við félagsheimilið Hjaltalund. Félagið var á sínum tíma drífandi við byggingu heimilisins, íþróttaaðstöðu þar í kring og hefur síðan lagt rækt við umhverfi staðarins.

Félagið var endurreist í vor eftir að hafa legið í dvala í um tuttugu ár. María Guðbjörg Guðjónsdóttir, Laufási, var þá kjörin formaður, Dagbjartur Jónsson ritari og Sigbjörn Sævarsson gjaldkeri.

Á afmælishátíðinni í gær var meðal annars snyrtilegasta býlið í ábúð í sveitinni kosið en sá heiður fór til Dala. Boðið var upp á ratleik í skóginum við Hjaltalund, keppt í boðhlaupi og rúllubaggaveltu.

Framkvæmdastjóri UÍA færði Fram heillaóskir frá sambandinu og bókina "Vormenn Íslands - saga UMFÍ í 100 ár" að gjöf.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ