Afmælisterta á formannafundi

Afmælisterta frá Fellabakaríi var á boðstólnum á formannafundi UÍA sem haldinn var á Egilsstöðum í gær í tilefni 70 ára afmælis sambandsins. Á fundinum voru helstu verkefni sumarsins rædd.

 

 

Aðalumræðuefni fundarins var aðkoma aðildarfélaga UÍA að Unglingalandsmótinu sem UÍA heldur á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Þar er þörf á fjölda sjálfboðaliða en í frjálsíþróttakeppnina eina og sér þarf um 100 manns.

Að auki voru kynnt helstu verkefni sumarsins en þar ber hæst Sumarhátíðina sem haldin verður á Fljótsdalshéraði dagana 8. - 10. júlí og er eins konar frumraun fyrir mótið í lok júlímánaðar.

Formannafundinn bar upp á 70 ára afmæli sambandsins. Af því tilefni var boðið upp á tertu en Margrét Vera Knútsdóttir, formaður Hugins, skar fyrstu sneiðina. Þá var UÍA fánanum flaggað víða um fjórðunginn eins og meðfylgjandi mynd frá Djúpavogi ber með sér.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ