Þriðju umferð Launaflsbikarsins lauk með glæsimarki
Launaflsbikarinn er kominn vel af stað þar sem þrjár umferðir eru búnar af mótinu. Brynjar Skúlason skoraði eitt af glæsimörkum sumarsins þegar 06. apríl tapaði fyrir Spyrni á mánudagskvöld.
Brynjar skoraði annað mark aprílliðsins úr aukaspyrnu við miðjubogann í 7-2 tapi fyrir Spyrni á Fellavelli. Boltinn flaug þaðan af alefli í slánna og inn. Hrafnkell/Freysgoði burstaði Þrist 8-2 á sama tíma á Djúpavogi. Daginn áður vann BN UMFB 1-3 á Borgarfirði.
Meistarar seinasta árs, Hrafnkell Freysgoði, eru efstir í keppninni en mótherjar þeirra úr úrslitaleiknum, Boltafélag Norðfjarðar, eru aðeins tveimur mörkum á eftir í öðru sætinu. Bæði liðin eru með 7 stig en þau gerði 3-3 jafntefli í Neskaupstað í fyrstu umferð keppninnar.