Lokadagur Sumarhátíðar framundan

Keppni er lokið í knattspyrnu, golfi og sundi á Sumarhátíð UÍA og tveir af þremur dögum frjálsíþróttakeppninnar að baki.

Á morgun, sunnudag, verður keppni í frjálsum íþróttum haldið áfram á Vilhjálmsvelli. Byrjað verður klukkan hálf tíu og gert ráð fyrir að keppni í frjálsum ljúki um klukkan þrjú. Á morgun keppa meðal annars tíu ára og yngri sem ekki hafa enn stigið á frjálsíþróttavöllinn.

Klukkan tvö hefst keppni í boccia, sem er í fyrsta sinn opin á Sumarhátíð. Þrír eru saman í liði og geta þeir sem vilja sett saman lið og skráð til leiks. Klukkan þrjú verður ræst 10 km bæjarhlaup frá Fjölnotahúsinu í Fellabæ. Klukkustund síðar verður 5 km skemmtiskokk í Selskógi.

Úrslit frjálsíþróttakeppinnar má finna hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok