Sumarhátíð UÍA 2009

Sumarhátíðin verður haldin á Egilsstöðum dagana 3. til 5. júlí. Margt verður í boði fyrir alla aldurshópa.

Keppt verður í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli. Skráning fer fram á skrifstofu UÍA og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 2. júlí. Skráningargjald er kr. 1.000 á keppanda. Ekki er gert ráð fyrir skráningu á staðnum svo keppendur eru hvattir til að vera í sambandi við sitt félag eða skrifstofu UÍA fyrir uppgefinn frest.

Knattspyrnumót verður haldið á Fellavelli. Auglýst er eftir skráningum í 5. 6. og 7. aldursflokki, en keppt verði í blönduðum liðum drengja og stúlkna. Skráningarfresturrennur út miðvikudaginn 1. júl. Skráningargjald er kr. 10.000 á liðog skráning og upplýsingar eru á skrifstofu UÍA.

Sundmót fyrir alla aldurshópa verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Skráningu í það lýkur miðvikudaginn 1. júlí, skráningargjald er kr. 1.000 á keppanda og er skráningin í höndum sunddeildanna. Áhugasamir geta einnig haft samband við skrifstofu UÍA. Ekki verður hægt að skrá keppendur á staðnum.

Golfmót verður á Ekkjufellsvelli. Keppt er í tveimur flokkum án forgjafar, 12 ára og yngri og 13-16 ára.  Skráningargjald er kr. 1.500 á keppanda og er skráningin á skrifstofu UÍA til fimmtudagsins 2. júlí.

Opið Bocciamót verður haldið á VIlhjálmsvelli á sunnudag. Íþróttafélög fatlaðra hér eystra, Viljinn og Örvar hafa lengi reynt með sér í þessari grein og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur veitt þeim keppni hin síðari ár. Í ár er mótið opið öllum áhugasömum liðum. Skráning er á skrifstofu UÍA til laugardagsins 4. júlí.

Að auki er í boði tjalddansleikur, víðavangshlaup, skemmtiskokk og ýmislegt fleira. Meiri upplýsingar munu birtast hér á síðunni.

Dagskrá hátíðarinnar (með fyrirvara um smærri breytingar)

Föstudagur 3. júlí
15:00 Tjaldstæðið í Selskógi opið
17:00 Sundmót í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum
17:00 Golfmót á Ekkjufellsvelli
18:00 Frjálsíþróttamót 17 ára og eldri á Vilhjálmsvelli

Laugardagur 4. júlí
10:00 Sundmót í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum
11:00 Knattspyrnumót á Fellavelli
13:00 Frjálsíþróttamót 16 ára og yngri á Vilhjálmsvelli
17:00 Hátíðardagskrá á Vilhjálsmvelli
18:00 Frjálsíþróttamóti fram haldið
20:30 Tjalddansleikur í Selskógi – Hljómsveitin Dísel leikur fyrir dansi

Sunnudagur 5. júlí
9:00 Frjálsíþróttamót 16 ára og yngri á Vilhjálmsvelli
14:00 Opið Bocciamót á Vilhjálmsvelli
15:00 Víðavangshlaup ræst við Fjölnoahúsið í Fellabæ
16:00 Skemmtiskokk í Selskógi

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok