Hlaupamót UÍA 2009

Hlaupamót UÍA verður haldið í dag á Vilhjámsvelli. Mótið er liður í undirbúningi fyrir Sumarhátíðina.
Tilgangur mótsins er ekki síst að prófa þann tímatökubúnað sem er á vellinum fyrir Sumarhátíðina og þess vegna var skammur fyrirvari á því í þetta sinn en frjálsíþróttaráð UÍA stefnir að því að halda í sumar þrjú hraðmót í frjálsum íþrótum, hlaupamót sem nú er haldið, stökkmót og kastmót.

Á mótinu verður keppt í flokkum 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og karla og kvenna. Keppt verður í einu styttra hlaupi í hverjum flokki (60m/100m) og einu lengra (600m/800m). Sett verða upp boðhlaup til reynslu ef tími og áhugi eru fyrir hendi.

Skráð verður í Hettunni á Vilhjálmsvelli frá 17:00 og þar til mótið hefst kl. 18:00. Stefnt er að mótslokum rúmlega 21:00 og endað verður á smá hressingu og verðlaunaafhendingu í Hettunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok