Fyrsta umferð í Launaflsbikarnum

Fyrsta umferðin í Launaflsbikarnum var leikin síðastliðinn sunnudag. Keppnin fór vel af stað.

Í A-riðli tók Knattspyrnufélagið Spyrnir, sem lék í 3. deild í fyrra, á móti meisturum síðasta árs Ungmennafélagi Borgarfjarðar. Lið Spyrnis skipa margar heldri knattspyrnukempur af Héraði auk leikmanna úr meistaraflokkshópi og 2. flokki Hattar. Reyndust heimamenn sterkari og komust í 3-0 en meistararnir klóruðu í bakkann og lokatölur urðu 3-2.

Knattspyrnufélag Eskifjarðar tók á móti Ungmennafélaginu Þristi og urðu lokatölur þar 4-0 fyrir heimamenn. Þristarmenn hafa marga fjöruna sopið í þessari keppni og láta án þetta bakslag líklega ekki á sig fá en Eskfirðingar verða líklega firnasterkir í ár.

Í B-riðli tók Samvirkjafélag Eiðaþinghár á móti Boltafélagi Norðfjarðar 1996. Heimamenn brenndu sig illilega á nýrri reglu í keppninni sem segir til um að leikmaður sem fær gult spjald fari út af í 10 mínútur. Misstu SE tvo leikmenn af velli í fyrri hálfleik og lentu 3-1 undir. Eftir það var erfitt að vinna sig inn í leikinn gegn sterkum Norðfirðingum og lokatölur urðu 2-6.

Í hinum leik riðilsins tók Hrafnkell Freysgoði úr Breiðdal á mót liði 06. apríl. Leikurinn fór reyndar fram á Djúpavogi en lið Hrafnkels mun ýmist leika þar eða á Stöðvarfirði í sumar. Þar sættu menn sig á skiptan hlut 2-2. Ágætis byrjun hjá nýliðum Hrafnkels.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok