Skráning í Launaflsbikarinn
Skráningareyðublað í Launaflsbikarinn 2009 er aðgengilegt hér.
Skráningur ber að skila inn fyrir 4. júní næstkomandi til skrifstofu UÍA. Þeir sem nota fax, eru vinsamlegast beðnir að hringja og athuga hvort það skilaði sér ekki örugglega þar sem það hafa verið vandræði með faxtækið að undanförnu.
Laugardaginn 30. maí verður svo haldinn fundur í Knattspyrnuráði UÍA 2, en samkvæmt ákvörðun Sambandsþings UÍA á það ráð að halda utan um knattspyrnukeppni í flokki fullorðinna. Ráðið er skipað formönnum þeirra aðildarfélaga UÍA sem taka þátt í keppninni eða fulltrúum þeirra. Þess félög eru Þristur, Spyrnir, SE, UMFB, KR, KE og BN '96.
Fundurinn hefst klukkan 15:00 og er haldinn á skrifstofu UÍA, Tjarnarási 6, Egilsstöðum. Hægt verður að taka þátt í gegnum síma. Fundasíminn er 755-7755 og fundarnúmerið er 471-1353. Hafi einhver fulltrúi liðs sem ekki er aðili að UÍA, en hefur hug á þátttöku í mótinu, áhuga á að sitja fundinn er vðkomandi bent að hafa samband við skrifstofu UÍA fyrir fundinn í síma 471-1353 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..