Samningur við Launafl undirritaður
Styrktarsamningur milli Launafls og UÍA var undirritaður á hádegi í dag á skrifstofu Launafls á Reyðarfirði.
Þar með er Launafl orðinn aðalstyrktaraðili að bikarkeppni UÍA í knattspyrnu og tekur við af Malarvinnslunni. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til og með 2011. Keppnin mun á þeim tíma heita Launaflsbikarinn.
Skráningar í Launaflsbikarinn eru hafnar og skráningarfresturinn er til 4. júní. Hægt verður að nálgast skráningareyðublað fyrir keppnina á vef UÍA í vikunni.