Sjókajakmótið Egill rauði - Stórviðburður hjá kajakmönnum
Kajakklúbburinn KAJ stendur fyrir árlegu sjókjajakmóti sínu nú um Hvítasunnuhelgina. Viðamikil dagskrá er alla dagana og er ekki aðeins um að ræða keppni heldur einnig námskeið og kynningar svo eitthvað sé nefnt.
Kajakklúbburinn KAJ var stofnaður árið 1993 en varð aðili að UÍA með samþykkt á þingi 2007. Þeir hafa undanfarin ár staðið fyrir Sjókajakmótinu Agli rauða sem er að sögn skipuleggjenda stærsti kajakviðburður ársins hér á landi.
Um er að ræða sannkallaða kajakhátíð með námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsum uppákomum, auk keppnisgreina. Keppt er í sprettróðri og gefur sú keppni stig til íslandsmeistaratitils. Að auki er keppt í svokallaðri veltukeppni.
Allar nánari upplýsingar um mótið má finna inni á heimasíðu Kajakklúbbsins www.123.is/kaj