Nýtt héraðssamband

Tvö héraðssambönd, Íþróttabandalag Siglufjarðar (ÍBS) og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar (UÍÓ), voru sameinuð á þriðjudaginn. Nýja héraðssambandið heitir Ungmenna- og íþróttsamband Fjallabyggðar (UÍF).

Sameiningarþingið var fjölmennt, en ÍBS hafði haldið ársþing sitt fyrr um daginn og frestað því fram að sameiningarþingi, rétt eins og UÍÓ hafði gert vikunni áður.

Stjórn UÍF skipa þau Guðný Helgadóttir formaður, Þórarinn Hannesson, Gíslína Anna Salmannsdóttir, Jón Konráðsson, Björn Þór Ólafsson, Guðmundur Garðarsson og Hlynur Guðmundsson. Þriggja manna varastjórn skipa Jóhanna Þorleifsdóttir, Kristján Hauksson og Róbert Haraldsson.

UÍA óskar þessu nýja sambandi velfarnaðar í störfum sínum og hlakkar til samstarfsins.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok