Farandþjálfun UÍA sumarið 2009

UÍA býður aðildarfélögum sínum að nýta sér farandþjálfun á vegum sambandsins í sumar.

Um verkefnið

Farandþjálfunin felst í því að áhugasöm félög innan UÍA geta leigt þjálfara til umsjónar með sumarnámskeiðum aðildarfélaga. Farandþjálfarinn sér um eina æfingu í viku á hverjum stað og sér um skipulag allra æfinga. Til að hægt sé að halda fleiri en eina æfingu í viku sér félagið um að útvega starfsmann eða sjálfboðaliða til að halda utan um þær æfingar (1-2 að auki) í samráði við og undir yfirstjórn farandþjálfara.

Möguleiki er á að æfingar verði í einni íþróttagrein eða fleirum, með eða án aldursskiptingar, eða að haldið verði blandað íþróttanámskeið yfir sumarið þar sem teknar yrðu fyrir fleiri greinar á einu námskeiði (t.d. 1 íþróttagrein í viku).

Æfingatíminn er áætlaður frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst að undanskilinni vikunni 20. - 24. júlí, en þá fer fram Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Egilsstöðum. Kostnaður félaga yrði á bilinu 50.000.- til 70.000.- sem ræðst af fjölda þátttökufélaga.

Þjálfunin er tilvalinn möguleiki fyrir félögin til undirbúnings fyrir sumarhátíð UÍA 3. - 5. júlí og unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, 31. júlí – 3. ágúst.

Nánari upplýsingar um verkefnið fást á skrifstofu UÍA eða í síma 471-1353

Þjálfarinn


Farandþjálfari UÍA er Ólafur Sigfús Björnsson íþróttafræðingur.

Ólafur er útskrifaður frá Kennaraháskólanum á Laugarvatni vorið 2008. Hann hefur starfað við þjálfun frjálsra íþrótta og knattspyrnu barna og unglinga, auk þess að hafa verið starfandi einkaþjálfari síðastliðin 2 ár. Ólafur var á liðnu sumri umsjónarmaður Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok