Fyrsti dagur frjálsíþróttaskólans að baki

 

Fyrsta kennsludegi Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ, sem UÍA heldur á Egilsstöðum, er lokið. Hraustlega var tekið á strax í byrjun þótt dagurinn byrjaði ekki fyrr en um hádegið.

 

Nemendurnir ellefu mættu í Ný-ung á Egilsstöðum eftir hádegið en það er dvalarstaður þeirra þessa vikuna. Reyndar koma menn ekki þangað inn nema rétt til að borða og sofa.

Á æfingunum er hópnum skipt í tvennt. Hildur Bergsdóttir, skólastýra, er með annan hópinn en gestakennari sér um hinn. Fyrsti gestakennarinn í ár var Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, en hún kenndi spjótkast. Hildur þjálfaði krakkana í langstökki á meðan.

Í kaffinu bauð Didda, matráðskona, upp á pönnukökur sem runnu ljúflega niður.

Eftir kaffið var farið í strandblak en í Egilsstaði eru nú komnir tveir strandblakvellir sem notaðir verða á Unglinglandsmótinu í sumar. Hera Ármannsdóttirkenndi grunntökin í strandblakinu.

Ekki voru allar æfingar búnar enn. Næst kom Anna Katrín Svavarsdóttir, hástökkvari frá Reyðarfirði, og kenndi síðan uppáhaldsgrein. Hildur þjálfaði spretthlaup á meðan.

Eftir kvöldmatinn var farið í sund. Hraustlega var því tekið á því fyrsta daginn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ